Innlent

Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára

Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum. Þegar horft er til stöðu fólks er um helmingur kennara aðjúnktar og stundakennarar, ellefu prósent eru dósentar, 13,5 prósent lektorar og ellefu prósent prófessorar. Þá leiða tölurnar í ljós að karlar eru 54 prósent kennara á háskólastigi og eru umtalsvert fleiri karlar í stöðum rektora, prófessora og dósenta en konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×