Innlent

Gekk af fundi iðnaðarnefndar

MYND/Vilhelm

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar.

Ögmundur telur að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að þingmenn geti talað opið um þessi mál. Nóg sé komið af leynimakki og bæði þing og þjóð ættu kröfu á því að öll spil yrðu lögð á borðið. Fram kemur í pistli Ögmundar að formaður iðnaðarnefndar hafi stutt kröfu Landsvirkunar og því hafi Ögmundur ákveðið að víkja af fundi þar sem hann muni ekki taka þátt í yfirhylmingu gagnvart þjóðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×