Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 11. september 2006 18:59 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira