Innlent

Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins

Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega.

Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra Íslendinga í Washington þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin þann 11. september 2001.

Hann segir ljóst að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi brugðist rangt við árásunum. Ákvörðun Bandaríkjamanna að ráðast inn í Írak hafi verið byggð á algjörlega röngum forsendum og segir Jón ekki hægt að réttlæta ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að styðja innrásina.

Jón segir stuðning ríkisstjórnar Íslands við Íraksstríðið mesta smánarblett á sögu íslenska lýðveldisins. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×