Innlent

Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna, frá Vésteini, Gísla Sigurðssyni, Kristjáni Árnasyni og Úlfari Bragasyni. Vésteinn hefur gegnt starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar frá árinu 1999 en hinni nýju stofnun er ætlað að leysa hana og fjórar aðrar stofnanir af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×