Innlent

Segir starf matvælanefndar hafa klúðrast

Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu formanns matvælanefndar, um hvernig lækka eigi matvælaverð, staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans. Landbúnaðarráðherra finnst hugmyndirnar fáránlegar og segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast.

Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir sinn flokk hafa talað fyrir því í fjögur ár að afnema þurfi vörugjöld og tollvernd á landbúnaðarvörum til að lækka verð á matvælum. Hún segir skýrslu frá formanni matvælanefndar sem lauk störfum í sumar staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu Hagfræðistonunar Háskóla Íslands.

Guðni Ágústusson segir hugmyndirnar um afnám tollverndar á búvöru fráleitar og að þær myndu ganga að landbúnaðnum dauðum nema hann fái góðan aðlögunartíma. Hann segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast og þess vegna hafi formaðurinn einn skilað skýrslu eftir nefndarvinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×