Innlent

Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. Hugmyndin er að prófkjörið fari fram 4. nóvember en það er höndum fundarmanna í kvöld að ákveða það. Samfylkingin hefur þegar ákveðið að halda sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur þann 11. nóvember og þá verður prófkjör með póskosningu í Norðausturkjördæmi sem lýkur 31. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×