Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Þá var brotist inn í fjóra bíla og búslóð stolið úr einum þeirra. Einnig bárust lögreglunni tilkynningar um innbrot í tvö fyrirtæki. Á öðrum staðnum var skjávarpa stolið en á hinum voru það verkfæri sem voru tekin ófrjálsri hendi.
Tjaldvagni stolið í gær
