Innlent

Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna

Mynd/Vísir
Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×