Innlent

Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið

MYND/Páll Bergmann

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu. Nú þegar hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýst yfir framboði í annað sæti listans og þá sækist Ásta Möller þingmaður eftir þriðja sætinu. Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra stefnir einnig ofarlega á listann og þe mun Sigríður Andersen lögfræðingur einnig gefa kost á sér í prófkjörinu og setur stefnuna á 5. til 7. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×