Innlent

Hægt að selja hvalkjöt til Japans á þessu ári

MYND/AP

Formaður Sjávarnytja segir hægt að selja hvalkjöt til Japans strax á þessu ári ef hægt verður að hefja veiðar í október.

Fimm hundruð kíló af hvalkjöti voru seld til Færeyja í síðustu viku. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir það hafa verið gert til að sýna fram á að útlfutningur og viðskipti með hvalaafurðir séu möguleg. Það liggi fyrir að í Japan sé stór markaður og það sé ekkert í alþjóðalögum sem banni viðskipti með hvalkjöt við þá.

því segir Jón ekkert annað gera en að hefja veiðar og sölu. Hann segir það kjöt sem til er endast fram í nóvember og svo á eftir að veiða fjörtíu hrefnur af þeim tvö hundruð sem veiða átti í vísindaskyni en það mun klárast á næsta ári. Jón segir að Sjávarnyt hafi verið í Japan í vor og þá hafi komið glögglega í ljós þörf og eftirspurn eftir hvalkjöti. Það sé andstætt því sem andstæðingar hvalveiða hafi haldið fram.

Aðspurður hversu fljótt telur hann viðskipti inn á Japansmarkað geta hafist segir Jón að þau geti hafist strax á þessu ári ef veiðar verði leyfðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×