Innlent

Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag

MYND/E.Ól

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót.

Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytingu að félagið sé stofnað með hlutafé að fjárhæð fimm milljónir króna, sem verða greiddar úr sjóðum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Endanlegt stofnfé verður ákveðið þegar fyrir liggur mat á eignum og skuldum sem tengjast rekstri þeirra stofnunar og deilda sem eiga að sameinast í Matís ohf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×