Innlent

Varnarviðræður hafnar í Washington

MYND/Pjetur

Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Eftir því sem næst verður komist verður rætt um eignarhald á búnaði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvell, frágang varnarsvæðisins og framtíðarsamstarf landanna tveggja í varnar-og öryggismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×