Innlent

Raunir ferðalangs

Ökumaður, sem lagði bíl sínum í góðri trú í það sem hann taldi vera merkt langtímastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir farir sínar ekki sléttar eftir að bíll hans var dreginn burt af stæðinu og hann rukkaður um tæpar átján þúsund krónur. Að auki greiddi hann tólf þúsund krónur í leigubíl og rútuferð til og frá Keflavík vegna málsins.

Sverrir Tryggvason hélt til útlanda á laugardagsmorgun og skildi bíl sinn eftir í langtímastæði Securitas. Þegar hann sneri aftur að kvöldi sunnudags var bíllinn horfinn og annar bíll í stæðinu.

Sverrir þurfti að greiða 17.800 krónur til að leysa bílinn út en fékk ekki að gera það fyrr en á mánudeginum.

Sverrir segist vita til þess að fleiri bílar hafi lagt í óljós bílastæðin en verið svo dregnir í burtu með miklum kostnaði.

Sverrir segist líka hissa á því að lögregla hafi ekki verið kvödd til í málinu og að hann ekki hafi verið krafinn um skilríki þegar hann náði í bílinn og því hafi hver sem er getað leyst hann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×