Innlent

Samið um menningarsamskipti við Kína

Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína. Menntamálaráðherra átti jafnframt fund með Chen Zhili sem er önnur valdamesta kona Kína og er æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Heimsókn menntamálaráðherra til Kína lýkur 19. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×