Sport

Tilbúinn að sættast við Benitez

Mourinho og Benitez virðast ætla að grafa stríðsöxina á sunnudaginn
Mourinho og Benitez virðast ætla að grafa stríðsöxina á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho hefur nú tekið undir sáttaumleitanir Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, og segist tilbúinn að taka í hönd hans og gleyma rifrildum fortíðarinnar. Hann varar þó Spánverjann við því að taka í hönd sína ef það sé aðeins til að stilla sér upp fyrir myndatöku.

"Ég er tilbúinn að taka í höndina á honum ef um ósvikinn sáttahug er að ræða, en það kemur ekki til greina ef hann er bara að því til að stilla sér upp fyrir myndatöku og meinar ekkert með því. Mér er nefnilega alveg sama um ímyndir - það eina sem skiptir mig máli eru raunverulegar og mannlegar tilfinningar. Ef Rafa er jákvæður og við komumst að því að við höfum ef til vill hlaupið á okkur í gegn um tíðina - er ég meira en tilbúinn til að leita sátta," sagði Portúgalinn.

Hvað leik liðanna á sunnudaginn varðar, er Liverpool enn að leita að fyrsta stigi sínu gegn Chelsea í deildinni síðan núverandi knattspyrnustjórar tóku við liðunum. Sunnudagurinn verður sannkallaður ofur-sunnudagur, því þá mætast auk Chelsea og Liverpool - erkifjendurnir Manchester United og Arsenal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×