Innlent

Réttir án kinda

Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í mrogun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki.

Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar, og ætla að hafa fjöldasöng og ýmsar uppákomur á bökkum fossins Faxa, svo sem bændaglímu og hrossauppboð, að því er fram kemur í blaðinu Dagskránni. Í kvöld verður svo haldinn réttardansleikur í Aratungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×