Innlent

Jóhann Ársælsson hættir á þingi í vor

Jóhann Ársælsson, fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu.

Jóhann tilkynnti um ákvörðun sína á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í dag.

Jóhann sagði í samtali við NFS að hann væri búinn að vera í stjórnmálum mjög lengi. Þetta hefði verið langur og góður tíma og hann væri því ákaflega sáttur við að ljúka þessum störfum í vor. Næsta verkefni sé að hjálpa til við að fella ríkisstjórnina en ekkert sé ákveðið með hvað taki svo við.

Á þinginu var ákveðið að við val á lista flokksins í kjördæminu verði haldið prófkjör meðal flokksmanna og þeirra sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn.

Fjórir lýstu því yfir á fundinum að þeir sæktust eftir fyrsta sætinum. Þau Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingiskona, Sveinn Kristinsson og Guðbjartur Hannesson á Akranesi og Sigurður Pétursson á Ísafirði.

Prófkjörið verður haldið dagana 28. og 29. október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×