Enski boltinn

Newcastle skellti West Ham

Obafemi Martins og Damien Duff fagna hér marki þess fyrrnefnda í dag
Obafemi Martins og Damien Duff fagna hér marki þess fyrrnefnda í dag NordicPhotos/GettyImages

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Newcastle vann góðan 2-0 útisigur á West Ham í Lundúnum, Blackburn skellti Manchester City 4-2 á Ewood Park og Tottenham og Fulham gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane.

Það voru nýju leikmennirnir hjá Newcastle, Damien Duff og Obafemi Martins sem skoruðu mörk liðsins gegn West Ham á 50. og 75. mínútu. Blackburn vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið skellti Manchester City 4-2 á heimavelli sínum. Morten Gamst Pedersen, Paul Gallagher og Benni McCarthy skoruðu mörk Blackburn, en eitt markið var sjálfsmark. Joey Barton skoraði mark Manchester City, en liðið naut einnig góðs af öðru sjálfsmarki.

Loks skildu Tottenham og Fulham jöfn á White Hart Lane, þar sem ömurlegt gengi lærisveina Martin Jol í upphafi leiktíðar heldur áfram og hefur liðið nú ekki skorað mark í þremur leikjum í röð - sem er ekki eitthvað sem stuðningsmenn liðsins gerðu sér vonir um fyrir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×