Innlent

Vilja að Konukot verði áfram opið

Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur.

Í tilkynningu frá félaginu segir að ástæðan fyrir því að Konukot hafi verið stofnað hafi verið sú að ekki reyndist mögulegt að tryggja öryggi kvenna í gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Telji stjórn félagsins það óásættanlegt að aftur verði horfið til fyrra ástands í þessum efnum. Það sé skylda borgaranna að styðja við heimilislausar konur og útvega þeim skjól fyrir veðri og vindum þar sem þær eigi ekki á hættu að verða fyrir ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×