Innlent

Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES

MYND/Valgarður

Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Þegar horft er til einstakra landa var verðbólgan næstmest í Lettlandi eða 6,8 prósent en minnst var verðbólgan 1,3 prósent í Finnlandi og 1,6 prósent í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×