Innlent

Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg

MYND/Pjetur

Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar.

Í greinargerð með tillögunni segir að fjölmargir aðilar eins og sveitarfélög, fyrirtæki og samtök hafi mótað sér fjölskyldustefnu með það að markmiði að rækja skyldur sínar við fjölskylduna í annasömu umhverfi nútímans. Nýr meirihluti í Reykjavík telji lykilatriði við þróun þjónustu borgarinnar til framtíðar að þetta verkefni fái forgang og að það liggi skýrt fyrir hver stefna beri í málefnum fjölskyldna í borginni. Borgaráð mun skipa fimm manna stýrihóp sem mun vinna að mótun fjölskyldustefnunnar og á hann að leggja stefnuna fyrir borgarráð fyrir fyrsta maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×