Innlent

Bilið á milli hinna launahæstu og launalægstu eykst

Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna VR hefur aukist á síðustu árum og engin breyting hefur orðið á launamun kynjanna í fjögur ár. Þetta sýnir ný launakönnun VR sem greint er frá á vef félagsins.

Þar segir að meðalheildarlaun þeirra sem eru í hópi 5 prósenta hinna launahæstu eru að jafnaði ríflega fjórum sinnum hærri en þeirra sem eru í hópi 5 prósenta hinna launalægstu. Laun félagsmanna VR hækkuðu um 8 prósent á milli 2005 og 2006. Ekki verður marktæk breyting á launamun kynjanna á milli ára og hefur kynbundinn launamunur verið óbreyttur í fjögur ár. Þá leiðir könnunin í ljós að vinnuvika félagsmanna er að meðaltali 45 klukkustundir sem er óbreytt frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×