Innlent

Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum

Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Það var Línuhönnun sem vann skýrsluna og þar er meðal annars lagt til að unnið verði áfram að lagfæringu slysastaða í vegakerfinu, að efla umferðaröryggismat og að umferðaröryggi verði tekið út. Skýrslan er unnin í tengslum við gerð nýrrar samgönguáætlunar og nýjar viðmiðunarreglur Evrópusambandsins. Einnig er lagt til í skýslunni að endurvakin verði tilmæli til sveitarfélaga með fleiri en þúsund íbúa að þau leggi fram umferðaröryggisáætlanir. Þær mætti til dæmis tengja gerð aðalskipulags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×