Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis 20. september 2006 19:32 Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira