Innlent

Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. Þá ákvað ráðherra að veiðitímabilið verði frá 15. október til 30. nóvember eins og í fyrra en veiðar verða ekki heimilaðar mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þá verður áfram sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum og veiðimenn áfram hvattir til að sýna hófsemi og ábyrgð við veiðar. Ákvörðun ráðherra kemur í kjölfar þess að talningar Nátttúrufræðistofnunar sýndu að stofninn væri á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×