Innlent

Utanríkisráðherrar NATO funda í New York

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í dag.
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, á fundinum í dag. MYND/AP

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn, sem var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvember næstkomandi. Rætt var um ástandið í Afganistan og mögulega stækkun NATO.

Utanríkisráðherra átti í dag fundi með forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, og utanríkisráðherrum Máritaníu, Óman, Lúxemborgar, San Marínó, Slóvakíu og Laos. Auk þess átti ráðherra tvíhliða fund með lögmanni Færeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×