Innlent

Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn

Íslenska friðargæslan í Kabúl.
Íslenska friðargæslan í Kabúl. Mynd/Vísir

Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat.

Hann var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvember næstkomandi. Rætt var um ástandið í Afganistan og mögulega stækkun NATO. Utanríkisráðherra hefur í leiðinni kannað fylgi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna og segir að fulltrúar tuga þjóða hafi lýst fylgi við framboðið en meira vanti til.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×