Útlendingaeftirlitið yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi 22. september 2006 12:30 Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Útlendingaeftirlitið var áratugum saman notað að hluta sem yfirvarp fyrir íslenska njósnastarfsemi. Njósnirnar beindust einkum að starfsemi austantjaldsríkja hérlendis og starfsemi kommúnista og sósísalista. Þetta kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðings, sem vakið hefur mikla athygli. Í grein Þórs kemur fram að fyrsti vísir að formlegri leyniþjónustu verði til eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Árni Sigurjónsson er ráðinn til starfa, ungur maður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, en hann hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var til lögreglunnar beinlínis til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum. Fram kemur að Útlendingaeftirlitið var í raun yfirvarp fyrir leynstörf hans næstu áratugi en Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð á bak við ráðningu Árna. Fram kemur að Árni hlaut þjálfun sína hjá FBI en hún gaf íslensku öryggisþjónustunni einnig tæki en bandamenn héldu áfram allt til loka kalda stríðsins að senda Íslendingum alls kyns njósnatæki. Eftir átökin á Austurvelli 1949 lét Bjarni Benediktsson í skjóli Útlendingaeftirlitsins, setja upp það sem kallað er strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri valdi Pétur Kristinsson til að stýra starfinu og var Pétri fengin skrifstofa á annarri hæð lögreglustöðvarinnar í Pósthússtræti. Fram kemur í grein Þórs að sú skrifstofa hafi fyllst brátt af skjalaskápum. Einnig hafi verið komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma með því að samstarfsmenn lögreglu hjá Símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Þegar lögreglan flutti höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á þriðju hæð sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað og höfðu aðeins þrír menn lyklavöld að herberginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira