Innlent

„Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka

Húsakynni Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu
Húsakynni Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu MYND/Vísir

Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing" þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum.

Æfingin var haldin í ráðstefnumiðstöð danska ríkislögreglustjórans og heiti hennar var Gimli, en orðið er sótt í norræna goðafræði. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk og Ísland tóku öll þátt í æfingunni og þátttakendur þurftu að glíma við margvísleg hryðjuverkatilfelli sem mögulega gætu komið upp.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×