Innlent

Landsframleiðsla á mann vaxið um 50% á 25 árum

MYND/Vísir

Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur vaxið um 50% að raunvirði á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Á árunum 1988-95 var niðursveifla í íslensku efnahagslífi og dróst landsframleiðsla á mann saman um 5,6% að raunvirði. Framleiðslan hefur hins vegar vaxið að raunvirði um 14% á síðustu fjórum árum.

Samkvæmt riti ráðuneytisins hafa hagsveiflur í íslensku efnahagslífi verið meiri en í öðrum þróuðum ríkjum. Þrátt fyrir það stendur Ísland vel að vígi samanborið við aðrar þjóðir því samkvæmt mælingum OECD er Ísland með einna hæstu landsframleiðslu á mann eftir að búið er að leiðrétta fyrir mismunandi kaupmætti í löndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×