Innlent

Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál.

Ómar Ragnarsson frétta- og dagskrárgerðarmaður kynnti í gær að hann hygðist einbeita sér að baráttu fyrir umhverfisvernd og verndunar svæðisins sem glatast vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ómar lagði áherslu á það í gær að ekki væri of seint að hætta við að hleypa vatni á Hálslón og að ekki þyrfti að taka Kárahnjúkavirkjun í notkun, né að hefja starfsemi í álverinu á Reyðarfirði.

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur þessar hugmyndir Ómars flokkast undir gamansemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×