Viðskipti erlent

Olíuverð undir 60 dölum

Við bensíndælu.
Við bensíndælu.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 60 bandaríkjadali á tunnu á nokkrum helstu fjármálamörkuðum í dag. Hráolíuverðið hefur ekki verið lægra í rúmt hálf ár.

Verð á hráolíu fór lægst í 59,95 dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum en verð á Norðursjávarolíu fór niður í 59,75 dali á tunnu.

Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan í byrjun mars en viðlíka verð á Norðursjávarolíu hefur ekki sést síðan í febrúar.

Þetta er umtalsvert lægra verð en þegar það fór í rúma 78 dali á tunnu um miðjan júlí síðastliðinn en þá var um sögulegt hámarksverð að ræða.

Breska ríkisútvarpið segir erfitt að spá fyrir um hversu lágt hráolíuverðið muni fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×