Innlent

Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun.

Hún hefur verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá árinu 2002. Áður hefur Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, lýst yfir framboði í fjórða sætið í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×