Innlent

Eignir íslenskra heimila hækka

Horft yfir Þingholtin í Reykjavík.
Horft yfir Þingholtin í Reykjavík. MYND/GVA

Eignir íslenskra heimila hækkuðu að verðmæti í ágúst eftir nánast stöðugan samdrátt frá því í mars ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka.

Vísitalan hækkaði um 4,3% í mánuðinum og fór vöxtur vísitölunnar síðustu tólf mánuðina þar með úr 2,3% í 5,6% að raunvirði. Eignaverðsvísitalan lýsir verðþróun húsnæðis og hlutabréfa og er henni ætlað að endurspegla eignasafn heimila á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×