Innlent

67 teknir á meira en 190 í ágúst

Tugir bíla mældust á yfir 190 kílómetra hraða í ágústmánuði. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir hraðann aukast í takt við velsæld þjóðfélagsins.

67 bílar mældust á yfir 190 kílómetra hraða á Kjalarnesi í ágústmánuði og sýnir það í hnotskurn hversu skelfilegt ástandið er, segir Sigurður. Við keyrum æ hraðar, telur hann, enda sýni rannsóknir að hraðinn aukist í takt við efnahagslega velsæld. Hann hafnar því að STOPP herferðin hafi mistekist, tilgangurinn hafi verið að vekja umræðu og það hafi tekist. Sigurður kveðst binda miklar vonir við hraðamyndavélar sem byrjað er að setja upp og verða virkar á þjóðvegunum áður en langt um líður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×