Innlent

Auknar væntingar í efnahagsmálum samkvæmt vísitölu

Tiltrú neytenda á horfum í efnahagsmálum hefur vaxið á ný samkvæmt Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Segir í Morgunkorni Glitnis að vísitalan hafi snarhækkað frá fyrri mánuði og standi nú í 119,6 stigum en hún fór lægst í 88,1 stig í júlímánuði. Vísitölugildi yfir 100 stigum táknar að fleiri neytendur séu bjartsýnir en svartsýnir.

Þegar hoft er sex mánuði fram í tímann telja örlítið fleiri neytendur að efnahagsástandið verði betra að þeim tíma loknum en að það verði verra. Færri telja hins vegar að atvinnumöguleikar sínir verði meiri eftir sex mánuði en þeir sem telja að möguleikar sínir verði minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×