Innlent

Barnaþing á Breiðholtsdegi

Breiðholtsdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 30. september kl. 13.00 - 16:00 í göngugötunni Mjódd.Í tengslum við Breiðholtsdaginn verður haldið barnaþing fyrir nemendur í 6. bekk í grunnskólum í Breiðholti.

Barnaþingið sem ber yfirskriftina "Betra Breiðholt" verður haldið fimmtudaginn 28. september kl. 10:00 -12:00 í Breiðholtsskóla . Á þinginu munu nemendur fjalla um efni er tengist mannlífi og umhverfi þeirra. Niðurstöður þingsins verða kynntar Borgarstjóranum í Reykjavík á Breiðholtsdeginum 30. september.

Um kvöldið þann 28. september, verður haldinn stofnfundur Íbúasamtaka Breiðholts. Fundurinn verður haldinn í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi og hefst kl. 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×