Renault segir pressuna mikla á Schumacher 26. september 2006 15:29 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína. Symonds vann með Schumacher þegar hann ók fyrir Benetton á sínum tíma og telur Alonso standast pressu betur en Schumacher. Titilslagurinn verður gríðarelga harður í síðustu þremur keppnunum og Symonds bendir á að Schumacher hafi ekki riðið feitum hesti frá keppnunum tveimur sem háðar hafa verið í Kína. "Kínakappaksturinn hentar Renault mjög vel og það sem meira er, hefur Michael Schumacher gengið afleitlega þar síðustu tvö ár. Það þarf ekki að taka það fram að þeir Scumacher og Alonso eru báðir frábærir ökumenn, en ég trúi því í alvöru að Alonso sé betri undir pressu. Schumacher hefur oft ekki staðist álagið þegar mikil pressa hefur verið á honum í gegn um tíðina og ég veit að pressan verður meiri en nokkru sinni fyrr á hann í þessum síðustu keppnum. Áður gat hann alltaf treyst á næsta ár - en nú er ekkert næsta ár fyrir hann ef hann vinnur ekki," sagði Symonds. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína. Symonds vann með Schumacher þegar hann ók fyrir Benetton á sínum tíma og telur Alonso standast pressu betur en Schumacher. Titilslagurinn verður gríðarelga harður í síðustu þremur keppnunum og Symonds bendir á að Schumacher hafi ekki riðið feitum hesti frá keppnunum tveimur sem háðar hafa verið í Kína. "Kínakappaksturinn hentar Renault mjög vel og það sem meira er, hefur Michael Schumacher gengið afleitlega þar síðustu tvö ár. Það þarf ekki að taka það fram að þeir Scumacher og Alonso eru báðir frábærir ökumenn, en ég trúi því í alvöru að Alonso sé betri undir pressu. Schumacher hefur oft ekki staðist álagið þegar mikil pressa hefur verið á honum í gegn um tíðina og ég veit að pressan verður meiri en nokkru sinni fyrr á hann í þessum síðustu keppnum. Áður gat hann alltaf treyst á næsta ár - en nú er ekkert næsta ár fyrir hann ef hann vinnur ekki," sagði Symonds.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira