Innlent

Um ellefu þúsund manns á Austurvelli

Þátttakendur í Jökulsárgöngu Ómars Ragnarssonar segja um ellefu þúsund manns séu á Austurvelli en hópurinn gekk þangað frá Hlemmi. Ómar hóf ræðu sína þegar hópurinn kom á Austurvöll.

Ómar sagði marga segja að þeir sem berðust á móti fyllingu Hálslón væru fallnir á tíma en það væri greinilega misreikningur. Átta mánuðir séu fram að kosningum og enn sé möguleiki á að hleypa úr lóninu í vor þar sem vatnið verður tiltölulega hreint þá. Ómar sagði að barist yrði þessa átta mánuði. Þar sem stíflan væri nú nær fullbúin væri hægt að nýta hana í annað.

Hafið verður að safna í Hálslón við Kárahnjúkastíflu eftir rúman sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×