Innlent

Sigríður stefnir aftur á þing fyrir Samfylkinguna

Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Prófkjörið fer fram þann 4. nóvember.

Sigríður er búsett í Reykjanesbæ og hefur verið kennari í Keflavík frá árinu 1968 að undanteknum þeim sjö árum er hún sat á Alþingi sem þingmaður Alþýðubandalagsins frá 1996-1999 og sem þingmaður Samfylkingarinnar frá 1999-2003.

Þrír hafa gefið kost á sér í fyrsta sætið í kjördæminu, þingmennirnir Jón Gunnarsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×