Innlent

Gengið á þremur öðrum stöðum en í Reykjavík

Það var ekki aðeins í Reykjavík sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar efndu til mótmælagöngu í gærkvöld. Þónokkur fjöldi fólks fór um götur Egilsstaða þessara sömu erindagjörða í gær sem út af fyrir sig vekur athygli þar eð efnahagslegur ávinningur virkjanaframkvæmdanna er mestur á Austurlandi.

Áætlað er að um hundrað manns hafi tekið þátt í göngunni á Egilsstöðum í gærkvöld. Mótmælagöngur fóru einnig fram á Akureyri og á Ísafirði í gærkvöld; á annað hundrað manns tóku þátt í göngunni á Akureyri og rösklega tuttugu á Ísafirði. Rétt eins og í Reykjavíkurgöngunni ríkti friður í hjörtum göngumanna um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×