Innlent

Höfðar mál á hendur ÍE vegna meiðyrða

MYND/Vilhelm

Jesus Sainz, einn fimmmenninganna sem Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn vegna meints stuldar á viðskiptarleyndarmálum, hyggst höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir útbreiðslu rangra saka og meiðyrði.

Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns Sainz, réð Sainz sig ekki til Barnarspítalans í Fíladelfíu, sem á að hafa fengið viðskiptaleyndarmálin, og það hefur spítalinn staðfest í tilkynningu. Sainz er farbanni eftir að hann viðurkenndi að hafa afritað skrár frá Íslenskri erfðagreiningu yfir á harðan disk en hann neitar alfarið að hafa sent þær til keppinautarins í Bandaríkjunum. Segir Sveinn Andri að bæði innanhúsrannsókn og rannsókn lögreglu hafi staðfest það. Auk farbannsins hefur Íslensk erfðagreining farið fram á atafarlaust lögbann á störf mannanna en máltlutningur í málinu hóst í Fíladelíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×