Schumacher er fjórum sinnum vinsælli en Alonso 27. september 2006 15:32 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira