Innlent

Segja daginn sorgardag á Íslandi

MYND/Sigurður Jökull

Félag um verndun hálendis Austulands og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja daginn í dag sorgardag á Íslandi, en eins og kunnugt er hófst fylling Hálslóns í morgun. Félögin segir að með því hafi herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell hafist og að Ísland verði fátækara í kvöld en það var í morgun.

Félögin standa fyrir athöfn við Lagarfljótsbrú kl. 20 í kvöld þar sem kveikt verður á ljósum vonar um að snúið verði af braut eyðileggingar eins og það er orðað. Sams konar athöfn verður við Tjörnina í Reykjavík kl. 22. Fólk er beðið um að hafa með sér kerti til fleytingar ef veður leyfir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×