Innlent

FF fagnar nýjum tillögum um íbúðalánamarkað

MYND/Valgarður

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og að Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. Í tilkynningu frá félaginu segi að það hafi fagnað aðkomu banakanna að húsnæðislánum í ágúst 2004 því hún hafi leitt til þess að vextir lækkuðu og lánshlutfall hækkaði. Hins vegar hafi orðið stórfelldar breytingar á viðmóti bankanna á síðustu mánuðum og þá hafi orðið ljóst hversu mikilvægt sé að Íbúðalánasjóður standi styrkum fótum. Stjórnvöld hafi undanfarna áratugi skilgreint húsnæðismál sem velferðarmál og því megi ekki raska vegna hagsmuna bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×