Sport

Kraftaverkin gerast enn í Óðinsvéum

Leikmenn Odense fagna hér öðru marka sinna í Berlín á dögunum
Leikmenn Odense fagna hér öðru marka sinna í Berlín á dögunum NordicPhotos/GettyImages

Einum leik er nú lokið í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en þar gerði danska liðið Odense BK sér lítið fyrir og sló út þýska liðið Hertha frá Berlín með 1-0 sigri á heimavelli sínum. Fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með 2-2 jafntefli og því er danska liðið komið áfram í riðlakeppnina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta þriðja stærsta knattspyrnulið í Danmörku velgir stórliði undir uggum í Evrópukeppninni, en liðið vann það afrek að slá Real Madrid út úr Evrópukeppninni árið 1994 eftir að hafa unnið frækinn sigur í Madrid og er enn talað um þann leik í Óðinsvéum sem "Kraftaverkið í Madrid."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×