Innlent

Óli H. Þórðarson hættir sem formaður Umferðarráðs

MYND/Pjetur

Óli H. Þórðarson tilkynnti í dag á fundi Umferðarráðs að hann ætli að hætta sem formaður ráðsins. Nýr formaður verður skipaður frá 1. október næstkomandi. Á fundinum var jafnframt samþykkt ályktun Umferðarráðs þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af endurteknum fréttum af hraðaakstri.

,, Í umfjöllun fjölmiðla heyrist hugtakið ofsaakstur æ oftar notað um þessi mál. Ljóst er að nokkur hópur bílstjóra og bifhjólamanna skellir skollaeyrum við hverskonar viðvörunum og sýna þessir ökumenn með hegðun sinni að þeir virðast ekki hafa skilning á, né þroska til að meta hvaða afleiðingar slíkur háskaakstur getur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samferðamenn. Að mati Umferðarráðs er þetta vítaverð framkoma og ófyrirgefanleg eigingirni, sem full ástæða er til að bregðast við af alefli. Þrátt fyrir margháttaðar aðgerðir gegn þessari vá á undanförnum árum hvetur Umferðarráð til enn róttækari aðgerða gegn hraðakstri og öðrum alvarlegum umferðarlagabrotum, m.a. stórhertra viðurlaga".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×