Innlent

Forsætisráðherra er bjartsýnn

MYND/NFS

Í viðtali við Reuters fréttastofuna, í dag, segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að hann vænti þess að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent um mitt næsta ár. Hann hefur enga trú á harðri lendingu í efnahagsmálum.

Geir ítrekar þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá að sinni, þótt hann vilji ekki útiloka hana um alla framtíð. Í dag sé engin ástæða til þess að ganga í sambandið, þar sem Íslendingum gangi ágætlega utan þess.

Fréttamaður Reuters nefnir að Seðlabanki Íslands hafi hækkað stýrivexti upp í hæstu hæðir, eða fjórtán prósent. Geir Haarde vildi ekki tjá sig um vaxtastefnu bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×