Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga 29. september 2006 17:00 Scott Parker er kominn aftur í enska landsliðshópinn, en hann á að baki aðeins tvo landsleiki, þann síðasta vorið 2004. NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs). Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs).
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira